Þjónusta og viðhald á leigutíma
Viðskiptavinir í langtímaleigu hjá Ratio hf. fara sjálfir með ökutækin í þjónustuskoðanir en þær eru ávallt framkvæmdar hjá viðurkenndum verkstæðum eða umboðum. Ef bilana verður vart þarf að tilkynna það í síma 511 6600 eða með því að senda póst á ratio@ratio.is svo hægt sé að skipuleggja viðbrögð.

Rekstrarlegir smáhlutir, svo sem eins og perur, dekkjaviðgerðir, þurrkublöð og rúðuvökvi eru ekki innifaldir í leigugreiðslu.

Skammtímaleiga
Viðskiptavinum Ratio hf. stendur til boða að leigja bíla til skemmri tíma til að mæta tímabundnum álagspunktum í rekstri.

Verðskrá Ratio hf.

Tjón
Lendi leigutaki í tjóni á leigutíma þarf alltaf að fylla út tjónaskýrslu og skila inn til tryggingarfélags eða til Ratio hf.

Ef slys verða á fólki á alltaf að kalla til lögreglu, einnig ef grunur er um að ökumaður sem aðild á að umferðaróhappi sé undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Ef ekki er talin þörf á að kalla til lögreglu getur hentað að nýta sér þjónustu sjálfstæðra aðila, t.d. Aðstoð & Öryggi í síma 578-9090 en þau veita aðstoð á höfuðborgarsvæðinu, t.d. við útfyllingu tjónaskýrslna. Ef ökumaður fyllir sjálfur út tjónaskýrslu þarf að fylgja leiðbeiningum vel og hafa atvika- og tjónalýsingu skilmerkilega.

Útfylltum og undirrituðum tjónaskýrslum er skilað til tryggingarfélags sem úrskurða um rétt eða órétt hvors aðila fyrir sig. Ratio hf. getur einnig haft milligöngu um skil á skýrslum. Ratio hf. fær upplýsingar um þann úrskurð og hefur milligöngu um viðgerð og versktæði ef svo ber undir. Ef ágreiningur er um tjón er hægt að skjóta málinu til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum og síðar til dómstóla.

Við útfyllingu á tjónaskýrslu þarf að fylla út nafn vátryggingartaka sem er:
Ratio hf.
690813-0250
Höfðabakki 3
110 Reykjavík

Tryggingarfélag leigutaka er Tryggingarmiðstöðin hf (TM). Öll ökutæki hjá okkur er kaskótryggð en leigutaki ber sjálfsábyrgð. Tjónatíðni getur haft áhrif á leiguverð.

Ratio hf. – Höfðabakki 3 – 110 Reykjavík – Kt: 690813-0250 – Sími 511 6600 – ratio@ratio.is