Ratio hf. getur útvegað flesta tegundir atvinnubíla og -tækja til flotaþjónustu. Hjá okkur færðu sjálfstæða og óháða ráðgjöf sem tryggir rekstrarlega hagkvæma lausn.

Í flotaþjónustu eru viðskiptavinir lausir við fjármagnsbindingu, búa ekki við endursöluáhættu, njóta stöðugra greiðslna og rekstrarlegrar hagkvæmni.

Innifalið í mánaðarlegri leigugreiðslu eru reglubundnar þjónustuskoðanir, viðhald slitflata, ábyrgðar- og kaskótrygging, opinber gjöld, sumar- og vetrardekk, dekkjaskipti og -geymsla. Viðskiptavinur getur sinnt afmarkaðri þjónustu og viðhaldi á eigin starfstöð.

* Verðdæmin eru miðuð við 20.000 km. akstur á ári með fyrirvara um iðgjöld trygginga sem geta verið breytileg eftir starfsemi leigutaka. Boðið er upp á aukinn akstur og aðrar tímalengdir í leigusamningum.