“Aðferðafræði flotaþjónustu byggir á þekkingu og reynslu”

 
 
 

FLOTAÞJÓNUSTA

Flotaþjónusta Ratio hf. byggir á þekkingu og reynslu af bílum og tækjum, óhæði og sjálfstæðum innkaupatengslum. Leigutími er frá sex mánuðum til fimm ára. Innifalið í mánaðarlegri leigugreiðslu eru reglubundnar þjónustuskoðanir, viðhald slitflata, ábyrgðar- og kaskótrygging, bifreiðagjöld, dekk, dekkjaskipti og -geymsla. Ef viðskiptavinir hafa aðstöðu er hægt að semja um að þeir sinni sjálfir afmarkaðri þjónustu við leigumuni.

Allir bílar frá Ratio er búnir ökurita sem viðskiptavinir geta nýtt sér í eigin rekstri. Hægt er að óska eftir öðrum þjónustuliðum, t.d. reglulegum þrifum. Við lok samnings fer fram ástandsskoðun. Ef um er að ræða eðlilegt slit eftir notkun er samningurinn uppfylltur af báðum aðilum, sjá bæklinginn Eðlilegt slit á ökutækjum.

 
 

“Bílaflotinn er sérsniðinn að þörfum starfseminnar”

ÝMSIR KOSTIR FLOTAÞJÓNSTUNNAR

Með því að nýta sér flotaþjónustu Ratio hf. spara viðskiptavinir tíma, fjármagn og fyrirhöfn. Rekstur flotans er í höndum sérfræðinga og hvorki þarf að huga að endursöluverði né mæta sveiflukenndum rekstrarkostnaði. Stöðugleiki í greiðslum eykur rekstraröryggi og auðveldar áætlanagerð. Fjármagn og tími nýtist betur með flotaþjónustu og reksturinn verður einfaldari, markvissari og yfirsýnin meiri. Flotinn er sérsniðinn að starfseminni á hverjum tíma og hægt er að fjölga eða fækka leigueiningum á samningstíma til að bæta skilvirkni rekstrarins.